Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. apríl 2018 08:19
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmaður Liverpool í lífshættu eftir líkamsárás
Mynd fyrir utan Anfield í gær.
Mynd fyrir utan Anfield í gær.
Mynd: Getty Images
53 ára írskur stuðningsmaður Liverpool er í lífshættu eftir að ráðist var á hann fyrir leik Liverpool og Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Tveir stuðningsmenn Roma, 25 og 26 ára, voru handteknir fyrir að ráðast á manninn. Þeir eru sakaðir um morðtilraun.

Stuðningsmaðurinn varð fyrir höfuðáverkum en hann er í lífshættu á sjúkrahúsi.

Árásin átti sér stað fyrir utan The Albert Pub, tíu mínútum fyrir leik Liverpool og Roma í gær. Talið er að stuðningsmenn Roma hafi slegið belti í höfuðið á fórnarlambinu.

Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist vera í áfalli yfir atburðinum og að fórnarlamb árásarinnar og fjölskylda hans fái fullan stuðning.
Athugasemdir
banner
banner
banner