Pepsi-deildin fer af stað á föstudaginn og það er mikil spenna í lofti! Hér eru tíu leikmenn sem spennandi verður að fylgjast með í deildinni í sumar.
Birkir Már Sævarsson (Valur) - Fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins mættur í Val. Verður á fullri ferð með Hlíðarendaliðinu áður en hann skellir sér á HM í Rússlandi!
Shahab Zahedi (ÍBV) - Íraninn hæfileikaríki skoraði 4 mörk í 9 leikjum á síðasta tímabili og spennandi að sjá hvað hann gerir á sínu fyrsta heila tímabili.
Ísak Óli Ólafsson (Keflavík) - 17 ára miðvörður sem var mjög öflugur í Inkasso-deildinni í fyrra og erlend félög eru að fylgjast með.
Ari Leifsson (Fylkir) - Bráðefnilegur varnarmaður, 19 ára leikmaður sem fær stærra hlutverk hjá Fylki en í fyrra.
Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir) - Annar 19 ára varnarmaður sem verður í stærra hlutverki hjá sínu liði. Hefur verið að taka góðum framförum.
Daníel Hafsteinsson (KA) - 18 ára miðjumaður sem valinn var besti ungi leikmaðurinn á undirbúningstímabilinu í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Sölvi Geir Ottesen (Víkingur) - Reynslumikill miðvörður sem er kominn aftur heim eftir atvinnumennsku. Með 28 landsleiki á ferilskrá sinni.
Athugasemdir