banner
   mið 25. apríl 2018 12:39
Magnús Már Einarsson
Wenger: Þetta var ekki mín ákvörðun
Hrifinn af Luis Enrique
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hafi í raun ekki verið sín ákvörðun að hætta hjá félaginu í sumar eftir 22 ár við stjórnvölinn.

Wenger tilkynnti á föstudaginn að þetta tímabil verði hans síðasta hjá Arsenal þrátt fyrir að hann sé samningsbundinn félaginu til 2019.

„Þetta var í raun ekki mín ákvörðun," sagði Wenger á fréttamannafundi í dag og ýtti þar undir sögusagnir um að honum hafi verið stillt upp við vegg og sagt að hann yrði rekinn í sumar ef hann myndi ekki hætta núna.

„Ég einbeiti mér að því sem ég þarf að gera á hverjum degi. Í augnablikinu starfa ég alveg eins og áður," sagði Wenger en Arsenal mætir Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Luis Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur verið nokkuð sterklega orðaður við Arsenal undanfarna daga.

„Ég hef mikið álit á honum. Ég vil hins vegar ekki hafa áhrif á ákvörðun félagsins með framhaldið," sagði Wenger spurður út í Enrique á fréttamannafundinum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner