Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. maí 2014 22:08
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Alfreð: Óraunhæft að fara beint frá Heerenveen til Man Utd
Alfreð varð markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili með 29 mörk.
Alfreð varð markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili með 29 mörk.
Mynd: Getty Images
Sjónvarpsþátturinn „Hetjan í Heerenveen" var sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld en þar var Alfreð Finnbogason heimsóttur til Hollands.

Fróðlegt verður að sjá hvert næsta skref á ferli Alfreðs verður en mjög miklar líkur eru á því að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Heerenveen.

„Draumaklúbburinn frá því að ég var krakki hefur alltaf verið Manchester United en það er óraunhæft að fara beint frá Heerenveen til Manchester United," sagði Alfreð sem hefur einnig verið orðaður við lið í Þýskalandi og Ítalíu.

„Ítalía er klárlega deild sem ég er með í huganum og tel að væri góð deild fyrir mig að spila í, Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt félag þá myndi ég velja Roma til dæmis. Það er frábær klúbbur."

Enska félagið Fulham reyndi að fá Alfreð í janúarglugganum en Heerenveen hafnaði tilboði í íslenska landsliðsmanninn.

„Ég var súr yfir því að ég fékk ekki að taka ákvörðunina um mína framtíð. Ég hefði viljað sjá þá samþykkja tilboðið en leyfa mér að taka ákvörðunina um hvort ég færi til Fulham eða ekki," sagði Alfreð en Fulham féll svo úr ensku úrvalsdeildinni.

„Ég get ekki sagt 100% að ég hefði tekið tilboði Fulham. Þeir voru neðstir í úrvalsdeildinni og miklar líkur á að þeir væru á leiðinni niður. Þegar þú ert að spila fyrir lið neðarlega á Englandi ertu ekki að vaða í færum og auðvelt að líta illa út."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner