Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. maí 2015 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Theodór Elmar með stoðsendingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins í danska boltanum þar sem Theodór Elmar Bjarnason átti stoðsendingu í góðum sigri Randers.

Theodór Elmar lagði upp seinna markið í tveggja marka sigri á botnliði Silkeborg. Sigurinn kemur Randers í 48 stig og er liðið í 4. sæti, sex stigum á undan Hobro og sex stigum eftir Brondby.

Rúrik Gíslason og Björn Bergmann Sigurðarson voru í byrjunarliði Kaupmannahafnar sem lagði Óðinsvé af velli. Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði gestanna og kom Hallgrímur Jónasson inn af bekknum í seinni hálfleik.

Þá kom enginn Íslendingur við sögu í stórleik toppliðs Midtjylland gegn Brondby þar sem Daniel Agger gerði sigurmarkið rétt fyrir leikhlé.

Silkeborg 0 - 2 Randers
0-1 D. Fall ('14)
0-2 J. Kamper ('62)

Kaupmannahöfn 1 - 0 Odense
1-0 B. Olsen ('65)

Midtjylland 2 - 3 Brondby
0-1 T. Pukki ('9)
1-1 M. Pusic ('11)
2-1 J. Lauridsen ('27)
2-2 A. Szymanowski ('29)
2-3 D. Agger ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner