mán 25. maí 2015 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Sindri Björnsson leikmaður Leiknis.
Sindri Björnsson leikmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Björnsson, leikmaður Leiknis sýnir á sér hina hliðina í dag.

Sindri er uppalinn í Efra-Breiðholtinu og var í fyrra valinn efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar þegar Leiknir tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hann hefur farið vel af stað í Pepsi-deildinni í sumar.

Fullt nafn: Sindri Björnsoon

Gælunafn sem þú þolir ekki: Sloppið hrikalega vel, Sissi poppar upp endrum og einu sinni, það er mjög spes.

Aldur: 20 ára

Giftur/sambúð: Neinei

Börn: Ekki ennþá, væri samt gaman að eignast stráka einhvern daginn

Kvöldmatur í gær: Það var veisla - „Getur fundið þér eitthvað í ísskápnum, eigum brauð og álegg og allskonar”

Uppáhalds matsölustaður: Roadhose, double fried fröllurnar spila þar stóra rullu

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl, en fæ ma og pa hrikalega örlát á afnot af þeirra bílum

Besti sjónvarpsþáttur: Breaking Bad eru bestu þættir sem ég hef séð ásamt Sigmar og félagar á youtube

Uppáhalds hljómsveit: D12

Uppáhalds skemmtistaður: Stunda þetta ekki, en Hamborgarabúlla Tómasar er inni á B5 svo það er minn staður.

Frægasti vinur þinn á Facebook: Magnús Már Einarsson, honum finnst hann sjálfur allavega vera rosalega frægur, spurði mig um daginn hvað ég væri með marga twitter followers, ég svaraði 300 og eitthvað, hann hló og sagðist „já okei, ég er með svona 3.500 followers Sindri!”

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Ég skal retweeta tweetinu þínu, það skilar þér líklega svona 40 favs” – Magnús Már Einarsson

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Neibb

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Veigar Páll

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Er með svo mikið jafnaðargeð að það fer enginn í taugarnar á mér

Sætasti sigurinn: Mjög líklega Valur – Leiknir

Mestu vonbrigðin: Hlynur Helgi leikmaður KB veldur mér endalaust vonbrigðum

Uppáhalds lið í enska:Í ár, Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Yrði að fá að taka þá báða Ævar Inga í KA og Aron Bjarna ÍBV

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Er það ekki bara að hengja medalíur á hálsinn á þeim sem vinna eitthvað og svona

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Hjörtur Hermannsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Hef verið skotinn í Emil Páls frá því ég man eftir mér

Fallegasta knattspyrnukonan: Fanndís Friðriksdóttir, tók hana samt tíma að samþykkja mig á facebook, það voru erfiðar tvær vikur. Hún er samt dugleg að favorite-a og svona á twitter þessa dagana, breyttir tímar

Besti íþróttalýsandinn: Svali

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Atli Arnars er ekki hægt

Uppáhalds staður á Íslandi: Marmarinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Helgi Óttarr hægri bakvörður Leiknis fyrir 2 eða 3 árum, fær réttilega dæmt á sig rautt spjald á móti Selfossi í miðju Íslandsmóti. Honum finnst eitthvað illa að sér vegið, fannst þetta spjald ekki sanngjarnt og sá ekkert annað í stöðunni en að leggja skóna á hilluna og hætti á miðju tímabili eftir þetta rauða spjald og sagði að dómarar á Íslandi væru að leggja hann í einelti. Hefur ekki enn snúið aftur.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti Íslandsmótsleikur var móti Fjölni í 1.deild þegar ég var 15 ára, 2011

Besta við að æfa fótbolta: Vinirnir sem maður eignast í kringum þetta

Hvenær vaknarðu á daginn: 7.40 -> 8.15 mættur í skólann undantekningarlaust

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Úrslitakeppnin í Dominos deildinni er skemmtileg, annars nei.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Elche – Real Sociedad í apríl

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: NikeCTR

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Matematik, en sick í dönsku samt

Vandræðalegasta augnablik: Var í svona 7.fl hugsa ég, allavega voru foreldrar ennþá að horfa á æfingar. Þetta var innanhússæfing og mamma sat og horfði á. Doddi þjálfari gleymdi vestum og sagði öðru liðinu að fara úr að ofan, það var mitt lið. Ég rauk inní klefa og mamma hljóp á eftir mér og ég sagðist vera hættur að æfa, ég tæki ekki þátt í þessu. Þar með lauk þáttöku minni á þessari æfingu. En mamma fékk mig til þess að rjúka ekki heim heldur sat ég og horfði á restina af æfingunni í fýlu með mömmu á hliðarlínunni.

Skilaboð til Lars og Heimis: Niii

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Nota stullur sem nærbuxur og get ekki sofið nema með tvær sængur.
Athugasemdir
banner
banner
banner