mán 25. maí 2015 18:39
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Jón Daði skoraði á afmælisdeginum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar voru í eldlínunni í norska boltanum í dag þar sem afmælisbarnið Jón Daði Böðvarsson kom af bekknum og skoraði í öruggum sigri Viking gegn Aalesund, þar sem Daníel Leó Grétarsson kom af bekknum í liði heimamanna.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í mikilvægum sigri Rosenborg í toppbaráttuleik gegn Stabæk.

Finnur Orri Margeirsson lék þá allan leikinn fyrir Lilleström, undir stjórn Rúnars Kristinssonar, sem átti ekki í erfiðleikum með að leggja botnlið Bodo/Glimt af velli.

Hólmar Örn og félagar í Rosenborg eru á toppi deildarinnar, Jón Daði, Indriði Sigurðsson og félagar í Viking eru í fjórða sæti og lærisveinar Rúnars Kristinssonar eru í sjöunda sæti þrátt fyrir að vera búnir að missa eitt stig vegna fjárhagsörðugleika.

Daníel Leó og félagar í Aalesund eru í 12. sæti, fimm stigum frá fallsæti.

Aalesund 0 - 4 Viking
0-1 S. Abdullahi ('44)
0-2 V. Berisha ('70)
0-3 V. Berisha ('72)
0-4 Jón Daði Böðvarsson ('84)

Stabæk 2 - 3 Rosenborg
1-0 A. Diomande ('6)
2-0 M. Dorsin ('15, sjálfsmark)
2-1 A. Helland ('39, víti)
2-2 A. Soderlund ('41)
2-3 A. Soderlund ('62)
Rautt spjald: A. Helland, Rosenborg ('73)

Lillestrom 3 - 0 Bodo/Glimt
1-0 E. Knudtzon ('15)
2-0 J. Kolstad ('41)
3-0 M. Fofana ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner