Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. maí 2015 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Óskar Örn gerði sigurmarkið gegn ÍBV
Úr leiknum. Fleiri myndir neðar í fréttinni.
Úr leiknum. Fleiri myndir neðar í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 0 ÍBV
1-0 Óskar Örn Hauksson ('79)

KR-ingar fengu Eyjamenn í heimsókn í Frostaskjólið og voru talsvert betri aðilinn í leiknum.

Þrátt fyrir yfirburði heimamanna tókst þeim ekki að skora fyrr en á lokakaflanum.

Gunnar Þór Gunnarsson átti þá fyrirgjöf og fór Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV, úr markinu og missti af boltanum sem rataði á kollinn á Óskari Erni Haukssyni sem var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í autt markið.

Eyjamenn fengu nokkuð um færi í leiknum og komust gífurlega nálægt því að jafna í tvígang en ekkert varð úr þeim tilraunum og þriðji sigur KR í röð staðreynd.

Frekari umfjöllun birtist innan skamms í leikskýrslunni.

Smelltu hér til að lesa um leikinn
Athugasemdir
banner
banner