Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. maí 2015 19:38
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Haukur Heiðar lagði upp í jafntefli AIK
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjórir leikir voru spilaðir í efstu deild sænska boltans í dag og komu Íslendingar við sögu í hverjum einasta leik.

Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn í bakvarðarstöðunni hjá AIK og lagði upp annað mark leiksins í 2-2 jafntefli gegn Djurgården.

Gunnlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn á miðjunni í sigri Helsingborg gegn Hammarby en Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í vörn Hammarby.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var fremstur í liði Häcken sem tapaði fyrir Falkenbergs og þá voru þrír Íslendingar í byrjunarliðum Sundsvall og Norrköping.

Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson voru í liði Sundsvall sem tapaði fyrir Ara Frey Traustasyni og félögum í Norrköping.

Djurgården 2 - 2 AIK
0-1 N. Johansson ('3)
0-2 M. Bangura ('45)
1-2 K. Mrabti ('54)
2-2 K. Mrabti ('83)

Helsingborg 1 - 0 Hammarby
1-0 R. Simovic ('65)

Sundsvall 0 - 1 Norrköping
0-1 E. Kujovic ('15)

Häcken 0 - 2 Falkenbergs
0-1 S. Rodevåg ('5)
0-2 H. Araba ('61)
Athugasemdir
banner
banner
banner