Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2016 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal fær rúmlega 100 milljónir í Úrvalsdeildartekjur
Mynd: Getty Images
Arsenal sló met á tímabilinu í innkomu fyrir þátttöku sína í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal fékk rúmlega 100 milljónir punda frá úrvalsdeildinni og var eitt af nokkrum félögum sem fengu meiri pening heldur en Englandsmeistarar Leicester.

Leicester fékk rúmlega 93 milljónir punda fyrir að enda á toppnum. Arsenal þénaði rúmlega 9 milljónum meira í sjónvarpstekjur.

Merkilegt fall Tottenham á lokasprettinum, þar sem liðið tapaði 5-1 fyrir þegar föllnu liði Newcastle United í lokaumferðinni, kostaði félagið um 12 milljónir punda.

Hefði Tottenham tekist að enda í 2. sæti deildarinnar hefði félagið fengið rúmlega 107 milljónir í sinn hlut.

Botnlið Aston Villa fékk rúmlega 66 og hálfa milljón og missir af tugum milljóna með því að falla niður í Championship deildina.

Úrvalsdeildartekjur:
1. Arsenal 100,952,257 milljónir punda
2. Man City 96,971,603
3. Man Utd 96,477,120
4. Tottenham 95,222,320
Athugasemdir
banner
banner