Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. maí 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Cesena ekki upp - Hörður sendi skilaboð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cesena 1 - 2 Spezia
0-1 Francesco Renzetti ('40, sjálfsmark)
1-1 Camillo Ciano ('65, víti)
1-2 Sergio Postigo ('86)

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Cesena komst ekki upp úr ítölsku B-deildinni.

Cesena mætti Spezia í 8-liða úrslitum umspilsins og gerðu gestirnir frá Spezia sigurmarkið á 86. mínútu.

„Við gerðum okkar besta í kvöld til að reyna að komast í undanúrslit umspilsins en það hafðist ekki," skrifaði Hörður Björgvin á Twitter eftir leikinn.

„Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir allan þann stuðning sem þeir hafa gefið okkur. Þið hafið verið okkur til staðar allt tímabilið og ég vil þakka ykkur fyrir. Cesena mun snúa aftur í A-deildina.

„Ég vil þakka öllum innan félagsins fyrir, ég lærði mikið á tíma mínum hérna. Þetta er frábært lið."


Hörður Björgvin, sem getur leyst stöðu miðvarðar og vinstri bakvarðar, á þrjá A-landsleiki að baki og er meðal yngstu leikmanna hópsins sem fer á Evrópumótið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner