Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 25. maí 2016 12:30
Hilmar Ásgeirsson, Viktor Elí Sturluson og Anton Kroyer
Messi vill snúa aftur heim áður en ferlinum lýkur
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segist vilja snúa aftur til Argentínu áður en knattspyrnuferlinum lýkur.

Messi skildi við Newell's Old Boys of Rosario aðeins þrettán ára til að semja við spænska stórveldið Barcelona, og hefur á þeim tíma verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims fimm sinnum.

28 ára gamla stórstjarnan segir það hafa verið góð reynsla að fara frá Argentínu svona ungur en hann myndi hinsvegar vilja fara og njóta borgarinnar Rosario.

„Þetta voru flóknir tímar," sagði Messi í viðtali við blaðið Sports Illustrated. „Það góða við að fara var að fá að spila fyrir Barcelona, en hins vegar var erfitt að þurfa að yfirgefa heimalandið."

Messi, sem hefur ekki ennþá unnið stórmót með landsliði Argentínu en hefur komist nálægt því með öðru sæti á HM 2014 og Copa America 2007 og 2015. Hann vill ólmur vinna Copa America í sumar.

„Við munum reyna okkar allra besta við að sigra mótið í sumar, því fyrir okkur er það mjög mikilvægt," sagði Messi.

Argentína hefur ekki unnið stórmót síðan Copa America 1993. „Við höfum komist svo nálægt því svo oft," sagði Messi sem finnst að Argentína eigi það skilið að vinna stórmót.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner