Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. maí 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Varane ekki með á EM - Rami fer í staðinn
Adil Rami gegn Daniel Sturridge í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Adil Rami gegn Daniel Sturridge í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Frakkar eru ansi heppnir að eiga úr mörgum miðvörðum að velja fyrir fyrsta stórmótið í knattspyrnu á heimavelli síðan HM 1998.

Raphael Varane, 23 ára miðvörður Real Madrid, var að bætast við meiðslalista Frakka sem eru þegar án varnarmanna á borð við Mamadou Sakho, Mathieu Debuchy og Kurt Zouma. Varane er meiddur á læri og verður klár í slaginn um mitt mót.

Miðvörðurinn sem tekur stað Varane í landsliðshópnum er Adil Rami, þrítugur leikmaður Sevilla sem á 26 landsleiki að baki.

Rami er afar öflugur og lék fyrir Lille, Valencia og Milan áður en hann kom til Sevilla fyrir ári síðan.

Hjá Sevilla komst Rami í byrjunarliðið og hefur verið í lykilhlutverki á tímabilinu þar sem félaginu tókst að vinna Evrópudeildina þriðja árið í röð eftir sigur gegn Liverpool í úrslitum.

Markverðir:
Hugo Lloris
Steve Mandanda
Benoit Costil

Varnarmenn:
Adil Rami
Laurent Koscielny
Eliaquim Mangala
Jeremy Mathieu
Patrice Evra
Bacary Sagna
Christophe Jallet
Lucas Digne

Miðjumenn:
Paul Pogba
Blaise Matuidi
Lassana Diarra
N'Golo Kante
Yohan Cabaye
Moussa Sissoko

Sóknarmenn:
Antoine Griezmann
Dimitri Payet
Anthony Martial
Kingsley Coman
Olivier Giroud
Andre-Pierre Gignac
Athugasemdir
banner
banner
banner