Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 25. maí 2017 17:20
Ingvar Björn Guðlaugsson
Donni: Besta stuðningsliðið í þessari deild
Donni, þjálfari Þór/KA, var kampakátur eftir leikinn í dag
Donni, þjálfari Þór/KA, var kampakátur eftir leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þór/KA konur unnu mjög góðan 3-1 sigur á ÍBV á Þórsvelli í dag. Donni, þjálfari Þór/KA var ánægður með sigurinn en liðið er með fullt hús stiga eftir 6 umferðir. Þriðjungur búinn af mótinu og þær sitja einar í toppsætinu.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 ÍBV

„Leikurinn spilaðist bara eins og við ætluðum okkur í rauninni. Þetta voru náttúrulega tvö mjög góð lið, lið sem spila sama kerfi og ferskt að mæta slíku. Tvö lið sem vildu reyna að vinna og við höfðum yfirhöndina. Það voru föstu leikatriðin sem skildu að.,“ voru fyrstu viðbrögð Donna við sigrinum.

Í næsta leik heimsækir Þór/KA lið Stjörnunnar en þessi tvö lið eru þau einu sem ekki hafa tapað leik hingað til. Sannkallaður toppslagur.

„Við munum spila okkar leik áfram, það er búið að ganga ágætlega hingað til. Við höldum okkar striki og svo kemur svosem bara í ljós hvað verður í leiknum. Þá er allskonar plan, A, B, C og D og við reynum að bregðast við því. En við viljum bara vinna,” sagði Donni um komandi toppslag.

„Ég er ótrúlega ánægður með það hversu frábærlega var mætt hér í dag. Klárlega besta stuðningsliðið í þessari deild. Frábærir stuðningsmenn enda er kannski árangurinn eftir því og ég vil nota tækifærið og þakka fólkinu fyrir stuðninginn í dag, við hefðum ekki getað gert þetta án þeirra,” voru lokaorð Donna.

Allt viðtalið má svo sjá hér að ofanverðu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner