Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 25. maí 2017 21:42
Arnar Daði Arnarsson
Erna Guðrún: Þetta var klárt víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erna Guðrún Magnúsdóttir fyrirliði FH var vonsvikin eftir 3-1 tap gegn Stjörnunni í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

„Mér finnst við eiga meira skilið úr leiknum. Seinni hálfleikurinn var virkilega góður hjá okkur. Þetta voru svolítið klaufaleg mörk sem við fengum á okkur og eigum að fá víti í fyrri hálfleik. Þannig við erum alveg inn í þessum leik."

Í stöðunni 2-1 fyrir Stjörnunni vildu FH-stelpur fá vítaspyrnu. Erna Guðrún er alveg handviss um að boltinn hafi farið í höndina á leikmanni Stjörnunnar.

„Þetta var klárt víti. Og þetta hafði áhrif á leikinn, við hefðum verið inn í leiknum þarna."

FH-liðið er að glíma við töluverð meiðsli þessa dagana. Einungis fimm varamenn voru á skýrslu hjá FH í kvöld, þar af tveir markmenn.

„Við erum með efnilegar stelpur á bekknum sem geta komið inn í svona leik," sagði Erna en FH mætir Grindavík í næstu umferð.

„Það er sex stiga leikur. Grindavík er lið sem við eigum að vera berjast við á botninum. Þetta verður gríðarlega mikilvægur leikur."

Í marki FH stendur Lindsey Harris sem var stórkostleg í markinu í kvöld og hefur verið það í allt sumar. Erna er ánægð með hvernig Harris hefur komið inní liðið í sumar.

„Hún er virkilega góð. Hún er kletturinn okkar. Hún talar mikið og kemur vel inn í liðið hjá okkur," sagði fyrirliði FH, Erna Guðrún Magnúsdóttir að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner