Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 25. maí 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Evrópudeildin: Átta frá Man Utd í hóp ársins
Pogba og Mkhitaryan eru báðir í hóp ársins
Pogba og Mkhitaryan eru báðir í hóp ársins
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA hefur tilkynnt hvaða átján leikmenn mynda leikmannahóp ársins í Evrópudeildinni.

Manchester United vann Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi, 2-0 en enska stórliðið á átta leikmenn í leikmannahóp ársins.

Sergio Romero fékk að spila í marki Manchester United í keppninni og stóð sig vel og er hann í hópnum.

Þrír varnarmenn Manchester United eru í hópnum, en það eru Daley Blind, Antonio Valencia og Eric Bailly. Sá síðastnefndi lék ekki í úrslitaleiknum vegna þess að hann var í leikbanni.

Markaskorarar gærkvöldsins, Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan eru í hópnum, sem og leikmaður ársins hjá Manchester United, Ander Herrera.

Zlatan Ibrahimovic er áttundi leikmaðurinn í 18 manna leikmannahópnum en hann var ekki með í úrslitaleiknum vegna meiðsla.

Ajax á þrjá leikmenn í leikmannahópnum og þar á meðal hinn unga Matthijs de Ligt en hann er ekki nema sautján ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner