banner
   fim 25. maí 2017 18:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Jesus Navas farinn frá Man City
Jesus Navas hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester City
Jesus Navas hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester City
Mynd: Getty Images
Spænski landsliðsmaðurinn Jesus Navas er búinn að yfirgefa Manchester City en enska félagið staðfesti það í dag.

Navas gekk til liðs við Manchester City árið 2013 frá spænska liðinu Sevilla og skrifaði þá undir fjögurra ára samning. Sá samningur er nú runninn út og var ákveðið að endurnýja ekki samninginn.

Spánverjinn vann þrjá titla með Manchester City. Hann varð enskur meistari á sínu fyrsta tímabili ásamt því að vinna deildabikarinn á sama tímabili. Hann vann svo deildabikarinn aftur á síðasta tímabili.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester City, Txiki Begiristain segir að það hafi verið ánægjulegt að vinna með Navas.

Navas er einn fjögurra leikmanna sem Manchester City staðfesti í dag að væru á förum frá félaginu.

Hinir eru markvörðurinn Willy Caballero og bakverðirnir Gael Clichy og Bacary Sagna. Samningur þeirra rennur einnig út í sumar og munu þeir yfirgefa félagið þegar það gerist. Navas er nú þegar farinn frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner