Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 25. maí 2017 23:21
Mist Rúnarsdóttir
Róbert H.: 1/3 búinn og enn ekki kominn í stuttbuxur
Róbert var brattur þrátt fyrir tap
Róbert var brattur þrátt fyrir tap
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Við hittum á Val í stuði. Við erum aðeins búin að vera að skoða leikina hjá þeim og mér fannst þær vera óvenjulega sprækar í dag. Þær mættu okkur vel, voru grimmari og við vorum ekki alveg að matcha það,“ sagði Róbert Haraldsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Fótbolta.net eftir 5-1 tap gegn Val.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Grindavík

„Við vorum búin að undirbúa okkur vel varðandi föstu leikatriðin en við erum að fá á okkur þrjú mörk úr föstum leikatriðum. Mér fannst við fara ágætlega af stað. Það var smá grimmd í okkur. Við fáum á okkur mark eitt en höldum áfram með það sem við ætlum okkur að gera. Svo erum við í jólaskapi og gefum mark tvö sem að var súrt og þá var maður svolítið smeykur um að það færi út í eitthvað eins og síðustu tvo leiki. En við náðum að koma til baka og það er 2-1 tveimur mínútum fyrir hlé. Það hefði verið fínt að fara inn með 2-1 og endurskipuleggja en svo kemur gjöf þrjú,“ sagði Róbert en eftir að hafa fengið óvænta líflínu í formi vítaspyrnu fóru Grindvíkingar illa að ráði sínu og fengu mark á sig strax í andlitið.

„Við áttum ekkert skilið að vera einu marki undir í hálfleik en staðan var 2-1 og það var svolítið fúlt. Við förum inn í seinni hálfleikinn tveimur undir og reyndum og héldum áfram en aftur komu föstu leikatriðin okkur, ekki í opna skjöldu, en við vorum ekki að gera það sem við áttum að vera að gera inni í teig.“

Eins svekkjandi og það var að fá á sig þriðja markið rétt fyrir leikhlé hlýtur Róberti að hafa fundist agalegt að fá á sig klaufamark eins og annað mark Vals. Þar gerði markvörðurinn Emma Higgins sig seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum til Margrétar Láru sem hafði pressað á hana og þakkaði svo fyrir sig með marki.

„Við viljum reyna að spila út frá markmanni og ég vissi að svona mistök myndu koma einhvern tímann í sumar og það fylgir þessu. En við verðum að halda áfram til þess að læra og passa okkur á að koma boltanum fyrr í burtu næst.“

Grindavík hefur verið að rótera markvörðunum sínum en Malin Reuterwall hefur spilað þrjá leiki í deildinni og Emma þrjá. Við spurðum Róbert út í markmannsstöðuna hjá liðinu.

„Þær eru ólíkir markmenn. Önnur er vön grasi og hin gervigrasi en þær eru mjög svipaðar. Og allt í góðu. Við erum að skipta þessu aðeins á milli eftir því við hvern við erum að spila en Malin reyndar meiddist. Hún fékk höfuðhögg í fyrradag og var ekki með okkur í dag þannig að Emma var í markinu“

Þá var hin brasilíska Thaisa De Moraes Rosa Moreno enn frá vegan meiðsla og óvíst er hvenær hún verður klár í slaginn.

„Ég held að það sé bara óbreytt. Þetta eru voða skrítin meiðsli. Þeir geta ekki sagt nákvæmlega hvað þetta er. Hún er skárri í dag heldur en í gær en ég verð að fá hana inn sem fyrst. Það er rosalegur missir fyrir okkur að missa svona sterkan leikmann. Ég veit að Valur er búinn að missa fullt af leikmönnum en fyrir svona lítinn klúbb er erfitt að missa sinn sterkasta leikmann. Hún er alveg dúndurgóð og ég hlakka til að fá hana til baka,“ sagði Róbert meðal annars en hann bindur vonir við að hún geti orðið leikfær í næsta leik sem er gegn FH.

Róbert var annars nokkuð brattur þrátt fyrir tapið og segir áhersluna vera á að vinna liðin í neðri hlutanum.

„Ég var að segja við stelpurnar núna að það var enginn að búast við því að við tækjum stig á móti ÍBV, Val og Stjörnunni, sérstaklega á útivelli. Þetta eru ekki leikirnir sem við þurfum að vinna til þess að vera þar sem við ætlum okkur að vera. Við þurfum að vinna liðin fyrir neðan okkur. Það er FH, sex stiga leikur á mánudaginn og það er mjög mikilvægur leikur. Ég er bara rosalega rólegur yfir þessu. 1/3 reyndar búinn af mótinu og maður ekki búinn að fara í stuttbuxur ennþá, þetta er rosalega skrítið. Þetta er bara ferli sem við erum að vinna í. Við ætlum bara að halda áfram að gera það sem við stefnum að og svo sjáum við bara í september hver staðan verður.“

Nánar er rætt við Róbert í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner