Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 25. maí 2017 22:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Selfyssingar komu í veg fyrir gult spjald á Jeppe
Jeppe Hansen átti að fá gult spjald en Selfyssingar komu í veg fyrir það. Hér er hann í leiknum í kvöld.
Jeppe Hansen átti að fá gult spjald en Selfyssingar komu í veg fyrir það. Hér er hann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík og Selfoss skildu jöfn í Inkasso-deildinni í kvöld, 2-2. Í leiknum gerðist furðulegt atvik þar sem Selfyssingar komu í veg fyrir að Jeppe Hansen, framherji Keflavíkur fengi gult spjald.

Jeppe Hansen greindi frá þessu á Twitter síðu sinni í kvöld.

„Virðing á Andy Pew, Guðjón Orra og Selfoss strákana fyrir að koma í veg fyrir gula spjaldið mitt í kvöld," sagði Jeppe Hansen.

„Dómarinn hélt að ég hefði reynt að skora með hendinni en þeir sögðu að hann hefði rangt fyrir sér. Hef aldrei séð þetta áður."

Ákaflega virðingarverð framganga hjá leikmönnum Selfoss og Jeppe Hansen er líka gríðarlega ánægður með þá!



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner