Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 25. maí 2024 09:40
Elvar Geir Magnússon
McKenna og Pochettino hafa áhuga á að taka við Man Utd
Powerade
Kieran McKenna.
Kieran McKenna.
Mynd: Getty Images
Chelsea mun reyna við Olise.
Chelsea mun reyna við Olise.
Mynd: Getty Images
Sagt er að Erik ten Hag verði rekinn frá Manchester United, sama hver útkoman verði í bikarúrslitaleiknum í dag. Chelsea er í stjóraleit. Þetta og fleira í Powerade slúðurpakkanum á laugardegi.

Kieran McKenna, stjóri Ipswich, ætlar að bíða eftir því hvað Manchester United gerir áður en hann tekur ákvörðun um næsta skref. (Times)

Ed Schwartz eigandi Ipswich flaug til Bretlands frá Bandaríkjunum til að reyna að sannfæra McKenna um að vera áfram. (Sky Sports)

Manchester United mun reka Erik ten Hag, sama hvernig bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester City fer í dag. (Guardian)

Mauricio Pochettino vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni eftir viðskilnaðinn við Chelsea og hefur áhuga á að taka að sér stjórastarfið hjá Manchester United. (Standard)

Chelsea mun funda með Enzo Maresca stjóra Leicester en Lundúnafélagið leitar að manni til að taka við af Pochettino. (Standard)

Talið er að Maresca sé með 7,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Leicester. (TalkSport)

Chelsea útilokar ekki að reyna að fá Roberto De Zerbi til að taka við en Ítalinn hefur yfirgefið Brighton. (Telegraph)

Chelsea mun gera 60 milljóna punda tilboð í franska vængmanninn Michael Olise (22) hjá Crystal Palace sama hvaða stjóri tekur við liðinu. (Mirror)

Borussia Dortmund mun reyna að breyta lánssamningnum við Jadon Sancho (24) yfir í félagaskipti. Það er þó ólíklegt að samkomulag náist þar sem verðmiði Manchester United er of hár. (Sky Sports Þýskalandi)

Bayern München er á lokastigi í viðræðum við Burnley um Vincent Kompany og stjórinn mun fá samning til 2027. (Sky Sports Þýskalandi)

Gian Piero Gasperini hyggst hafna tilboði um að taka við Napoli og gera nýjan samning við Atalanta, eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í Evrópudeildinni. (L'Eco di Bergamo)

Félög í Sádi-Arabíu eru tilbúin að bíða þar til á næsta ári og reyna að fá egypska framherjann Mohamed Salah (31) frá Liverpool og Kevin De Bruyne (32) frá Manchester City á frjálsum sölum. (Telegraph)

AC Milan og félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á brasilíska varnarmanninum Emerson Royal (25) en Tottenham hyggst selja hann. (Football Insider)

Luka Modric (38) mun skrifa undir eins árs framlengingu við Real Madrid eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. (Relevo)

AC Milan og Juventus hafa áhuga á þýska varnarmanninum Mats Hummels (35) hjá Borussia Dortmund sem er fáanlegur á frjálsri sölu. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner