Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   mið 25. júní 2014 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Knattspyrnusamband Úrúgvæ ver Suarez fram í rauðan dauðan
Knattspyrnusamband Úrúgvæ ver Luis Suarez, framherja landsliðsins, og sýnir honum fullan stuðning eftir að hann beit Giorgio Chiellini, varnarmann ítalska liðsins, er liðin mættust á HM. Úrúgvæska blaðið Ovacio greinir frá þessu.

Suarez beit Giorgio Chiellini, varnarmann ítalska landsliðsins, í öxlina er Úrúgvæ mætti Ítalíu á HM í gær en leiknum lauk með 0-1 sigri Úrúgvæ sem komst áfram í 16-liða úrslit HM.

Þetta var í þriðja sinns sem Suarez bítur andstæðing sinn en hann hafði áður gert það í hollensku deildinni og í ensku úrvalsdeildinni. Suarez hefur svo sannarlega fengið að heyra það í fjölmiðlum en FIFA hefur kært hann og rannsakar núna málið.

Úrúgvæska knattspyrnusambandið er á bakvið Suarez í þessu máli en bæði þjálfari- og leikmenn liðsins hafa sýnt honum stuðning.

Knattspyrnusambandið sýndi fram á að ekkert bit hafi átt sér stað en þeir hafa upptökur frá myndavélum til þess að sanna það.

Búist er við niðurstöðu úr málinu á morgun en líklegt þykir að hann missi af restinni af mótinu og þá gæti hann farið í ansi langt bann. Bannið gæti verið frá tveimur leikjum og upp í tvö ár.
Taktu þátt í HM-umræðunni á Facebook! Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem oft skapast líflegar umræður um boltann.
Athugasemdir
banner
banner