Pókerfyrirtækið 888 hefur ákveðið að endurskoða samstarfssamning sinn við Luis Suarez eftir að Úrúgvæinn beit Giorgio Chiellini í gær.
Suarez var á ferðinni með úrúgvæska landsliðinu gegn því ítalska þegar atvikið átti sér stað. Um var að ræða lokaleik liðana í riðlakeppni HM og komast Úrúgvæ áfram á kostnað Ítala með 1-0 sigri.
888 gaf út tilkynningu í kjölfarið á atvikinu þar sem fram kom að fyrirtækið lýði ekki slíka óíþróttamannslega framkomu og að samstarfið verði endurskoðað.
Suarez er andlit auglýsingaherferðar 888.
Er þetta í þriðja sinn á fjórum árum sem Suarez bítur andstæðing í leik.
Taktu þátt í HM-umræðunni á Facebook! Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem oft skapast líflegar umræður um boltann.
Athugasemdir


