Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 25. júní 2015 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Tindastóll vann á Egilsstöðum
Hér er Guðni Þór Einarsson, sem skoraði tvö mörk fyrir Tindastól í kvöld
Hér er Guðni Þór Einarsson, sem skoraði tvö mörk fyrir Tindastól í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Höttur 1 - 3 Tindastóll
0-1 Guðni Þór Einarsson ('5)
0-2 Konráð Freyr Sigurðsson ('12)
1-2 Steinar Aron Magnússon ('20)
1-3 Guðni Þór Einarsson ('27)

Höttur fékk Tindastól í heimsókn í leik sem hófst gríðarlega fjörlega þar sem fjögur mörk voru skoruð á fyrsta hálftímanum.

Gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir strax á fimmtu mínútu leiksins með marki Guðna Þórs Einarssonar og bættu öðru marki við sjö mínútum síðar en þar var Konráð Freyr Sigurðsson á ferðinni.

Steinar Aron Magnússon minnkaði muninn fyrir heimamenn á 20. mínútu en Guðni Þór Einarsson gerði þriðja mark gestanna og annað mark sitt skömmu síðar.

Heimamenn sóttu eins og þeir gátu í síðari hálfleik en vörn Tindastóls þétt og héldu gestirnir vel út.

Þetta er annar sigur Tindastóls á tímabilinu og er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir átta umferðir. Höttur er í sjöunda sæti með níu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner