fim 25. júní 2015 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Hamar lagði topplið ÍH
Logi Geir Þorláksson sökkti toppliði ÍH og gerði nágrönnunum í Árborg um leið greiða í toppbaráttunni.
Logi Geir Þorláksson sökkti toppliði ÍH og gerði nágrönnunum í Árborg um leið greiða í toppbaráttunni.
Mynd: Hamar
Fimm leikjum var að ljúka í 4. deild karla þar sem nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós í A-riðli mótsins.

Topplið ÍH fékk Hamar í heimsókn og gat með sigri komist sex stigum yfir Árborg sem á tvo leiki til góða í öðru sæti deildarinnar.

Logi Geir Þorláksson og Daníel Rögnvaldsson sáu um markaskorunina í leiknum er gestirnir frá Hveragerði gerðu sér lítið fyrir og lögðu toppliðið með þremur mörkum gegn engu.

Í B-riðli gerðu Snæfell og Vatnaliljur jafntefli en Örninn lagði Ísbjörninn í C-riðli og Skínandi gerði jafntefli við Þrótt Vogum í toppbaráttunni.

Hvíti riddarinn er á toppi D-riðils og lagði KB örugglega af velli í dag þar sem Haukur Eyþórsson, Axel Lárusson og Aron Daníelsson gerðu allir tvennur.

4. deild - A-riðill:
ÍH 0 - 3 Hamar
0-1 Logi Geir Þorláksson ('39)
0-2 Daníel Rögnvaldsson ('43)
0-3 Logi Geir Þorláksson ('70)

4.deild - B-riðill:
Snæfell 3 - 3 Vatnaliljur
1-0 Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson ('24)
1-1 Fannar Árnason ('49)
1-2 Fannar Eðvaldsson ('54)
1-3 Björn Öder Ólason ('55)
2-3 Daníel Arnar Magnússon ('87)
3-3 Bjarki Sigurðsson ('90)
Rautt spjald: Björn Öder Ólason, Vatnaliljur ('69)

4. deild - C-riðill:
Ísbjörninn 2 - 3 Örninn
1-0 Markaskorara vantar ('38)
1-1 Markaskorara vantar ('57)
1-2 Markaskorara vantar ('62)
1-3 Markaskorara vantar ('79)
2-3 Markaskorara vantar ('87)
Rautt spjald: Leikmaður Arnarins ('82)

Skínandi 1 - 1 Þróttur V.
1-0 Guðjón Viðarsson Scheving ('38)
1-1 Andri Gíslason ('73)

4. deild - D-riðill:
Hvíti riddarinn 5 - 2 KB
1-0 Aron Elfar Jónsson ('4)
2-0 Haukur Eyþórsson ('18)
2-1 Aron Daníelsson ('19)
2-2 Aron Daníelsson ('47)
3-2 Haukur Eyþórsson ('56)
4-2 Axel Lárusson ('58)
5-2 Axel Lárusson ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner