Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. júní 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Biðjum til guðs um að geta selt Pato í sumar
Mynd: Getty Images
Roberto De Andrade, forseti brasilíska félagsins Corinthians, segist biðja til guðs um að ná að selja Alexandre Pato í sumar.

Pato þótti gríðarlegt efni þegar hann var keyptur til AC Milan aðeins átján ára gamall og átti góð tímabil þar áður en heimþráin fór að segja til sín eftir löng og erfið meiðsli.

Brasilíski sóknarmaðurinn var keyptur til Corinthians í heimalandinu fyrir tveimur árum, eftir að hafa verið fimm ár á Ítalíu, en stóðst ekki undir væntingum og var lánaður til Sao Paulo á síðasta tímabili.

„Ég sé eftir að hafa keypt hann. Allir vita að við biðjum til guðs um að geta selt hann í sumar," sagði De Andrade við ESPN í Brasilíu.

Pato er aðeins 25 ára gamall og hefur skorað 51 mark í 117 deildarleikjum með Milan. Lazio og Fiorentina hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner