Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. júní 2015 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Dempsey í tveggja ára bann fyrir að rífa handbókina
Mynd: Getty Images
Clint Dempsey, sóknarmaður Seattle Sounders og bandaríska landsliðsins, var rekinn af velli fyrir að rífa handbók dómarans í 32-liða úrslitum bandaríska bikarsins fyrr í mánuðinum.

Nokkrum dögum síðar tilkynnti bandaríska knattspyrnusambandið að Dempsey, sem er goðsögn í knattspyrnuheiminum vestanhafs, fengi þriggja leikja bann fyrir athæfi sitt.

Nú hefur bandaríska knattspyrnusambandið gefið það út að Dempsey fær minnst tveggja ára bann frá bandarísku bikarkeppninni og mest sex leikja bann, ef félagið spilar minna en sex leiki í bikarnum næstu tvö árin.

Sounders er eitt af bestu liðum bandaríska boltans og hefur unnið bikarinn fjórum sinnum á síðustu sex árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner