Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 25. júní 2015 09:23
Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson í FH (Staðfest)
Emil í leik með Fjölni í sumar.
Emil í leik með Fjölni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur kallað miðjumanninn Emil Pálsson til baka úr láni hjá Fjölni og hann fær leikheimild með liðinu strax.

Emil verður því með leikheimild með FH þegar liðið mætir Fjölni næstkomandi sunnudag en þar sem hann er kominn með fjögur gul spjöld í sumar mun hann taka út leikbann í leiknum og getur því ekki tekið þátt.

Emil sem er 22 ára gamall hefur leikið með FH síðan árið 2011 og spilaði alla leiki liðsins á síðasta tímabili nema einn. Hann hefur leikið 65 leiki með liðinu síðastliðin fjögur tímabil.

Hann var lánaður til Fjölnis fyrir tímabilið og hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu þar. Hann spilaði 10 leiki í deild og bikar með Fjölni og skoraði eitt mark.

FH kallar Emil til baka í dag því Sam Hewson miðjumaður liðsins er fótbrotinn.

Félagið þarf að skila inn leikmannalista fyrir Evrópudeild UEFA í dag og því eru félagaskiptin kláruð strax.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner