Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. júní 2015 16:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Leikmaður í Pepsi-deildinni selur innanbúðarupplýsingar
Sindri Sverrisson íþróttafréttamaður.
Sindri Sverrisson íþróttafréttamaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Sverrisson, blaðamaður Morgunblaðsins, skrifar úttekt í blaði dagsins þar sem hann fjallar um að íslenskir fótboltamenn séu að veðja á leiki í íslenska boltanum og það sé að færast í vöxt.

„Krabbamein á frumstigi" er fyrirsögnin á greininni en veðmálasvindl er oft kallað krabbamein fótboltans.

„Alvarlegt dæmi um það hvernig veðmálabrask er farið að hafa áhrif á íslenska knattspyrnuheiminn, er sú staðreynd að leikmaður eins af bestu liðum Pepsi-deildar karla skuli koma að sérstakri Facebook-síðu með innanbúðarupplýsingum um ýmis lið fyrir leiki. Þessi leikmaður hefur spilað nokkra leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Notendur geta keypt sér áskrift að síðunni og fengið ýmsar upplýsingar, svo sem til dæmis ef KFR er án fyrirliða síns sem er á fæðingardeildinni, eða helsti markaskorari Hattar veikur og getur ekki spilað," segir meðal annars í greininni.

„Einn viðmælandi sagði áskrift kosta 5.000 krónur á mánuði, en annar sagði hana mun ódýrari eða sem næmi 10.000 krónum fyrir hálft ár. Þeir töldu hundruð manna tilheyra Facebook-hópnum en aðeins stjórnendur síðunnar geta vitað nákvæma tölu. Þar á meðal sé fjöldi knattspyrnumanna."

„Það hefur sem sagt verið farið yfir ákveðin mörk sem deila má um hvort sé í lagi eða ekki. Ættu leikmenn að mega veðja á leiki, bara svo fremi að þeir spili hann ekki sjálfir? Mega þeir deila upplýsingum um eigið lið? Hvernig er hægt að berjast gegn þessu? Núverandi staða veldur sjálfsagt einhverjum óhug og beita þarf öllum brögðum svo krabbameinið breiðist ekki út."

Úttektina má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í morgun.
Athugasemdir
banner
banner