Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. júní 2015 13:41
Magnús Már Einarsson
Man Utd og Real Madrid í viðræðum um Ramos
Sergio Ramos.
Sergio Ramos.
Mynd: Getty Images
Sky Sports hefur heimildir fyrir því að viðræður séu hafnar á milli Manchester United og Real Madrid um félagaskipti Sergio Ramos.

Ramos hefur verið sterklega orðaður við Manchester United undanfarna daga.

Orðrómur hefur verið um að Manchester United hafi boðið 35 milljónir punda í Ramos.

Það ku ekki vera rétt en viðræður eru þó hafnar varðandi félagaskiptin.

David De Gea, markvörður United, er á óskalista Real Madrid og möguleiki er á að félögin skipti á leikmönnum auk þess sem United greiði upphæð ofan á það til að fá Ramos.
Athugasemdir
banner
banner
banner