Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. júní 2016 06:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Stokkseyri skoraði níu - KFG og Léttir taplaus
Úr leik hjá Stokkseyri um árið
Úr leik hjá Stokkseyri um árið
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
KFG vann sigur gegn Erninum
KFG vann sigur gegn Erninum
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Í gær fóru fram þrír leikir í 4. deild karla og voru þeir allir gríðarlega fjörugir og markamiklir.

A-riðli mættust Stokkseyri og Afríka. Fyrir leikinn munaði aðeins einu stigi á liðunum, en munurinn í leiknum var meiri en það.

Til að gera langa sögu stutta þá vann Stokkseyri sannkallaðan stórsigur, 9-0. Eyþór Gunnarsson skoraði fernu og Þórhallur Aron Másson og Örvar Hugason skoruðu tvö hvor.

KFG hafði betur gegn Erninum í skemmtilegum leik. KFG komst 4-0 yfir, en Baba Bangoura skoraði tvö fyrir Örninn og Jón Þór Stefánsson minnkaði muninn í 3-4 þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lengra komst Örninn hins vegar ekki og sigur KFG staðreynd. KFG er búið að vinna alla sína leiki hingað til á tímabilinu.

Að lokum bar Léttir svo sigurorðið af Ísbirninum í C-riðli, en liðið er taplaust á toppnum í riðlinum. Lokatölur gegn Ísbirninum urðu 6-1 og skoraði Stefán Karl Snorrason þrennu.

A riðill
Stokkseyri 9 - 0 Afríka

1-0 Þórhallur Aron Másson (´3 )
2-0 Örvar Hugason (´6 )
3-0 Eyþór Atli Finnsson (´13 )
4-0 Þórhallur Aron Másson (´20 )
5-0 Eyþór Gunnarsson (´24 )
6-0 Eyþór Gunnarsson (´42 )
7-0 Eyþór Gunnarsson (´52, víti )
8-0 Eyþór Gunnarsson (´68 )
9-0 Örvar Hugason (´76 )

B riðill
Örninn 3 - 4 KFG

0-1 Eyjólfur Örn Eyjólfsson (´16 )
0-2 Aron Grétar Jafetsson (´37 )
0-3 Aron Grétar Jafetsson (´38 )
0-4 Bjarni Pálmason (´55 )
1-4 Baba Bangoura (´58 )
2-4 Baba Bangoura (´83 )
3-4 Jón Þór Stefánsson (´88 )

C riðill
Léttir 6 - 1 Ísbjörninn

1-0 Sigurður Þór Arnarsson (´9 )
2-0 Kristján Davíð Traustason (´15 )
3-0 Sigurður Þór Arnarsson (´57 )
4-0 Stefán Karl Snorrason (´78 )
4-1 Alexander Freyr Sigurðsson (´83, víti )
5-1 Stefán Karl Snorrason (´85 )
6-1 Stefán Karl Snorrason (´90 )

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner