Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. júní 2016 09:28
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Eiður: Mér liður eins og ég sé orðinn þjálfarinn
Icelandair
Eiður á æfingu í Annecy
Eiður á æfingu í Annecy
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Á fundinum var Eiður beðinn um að bera saman þá þjálfara sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina. Hann var spurður hvor hefði meiri áhrif á sig, Pep Guardiola eða Jose Mourinho.

„Ég er búinn að vinna með frábærum þjálfurum og ég held sem leikmaður tekur maður eitthvað frá þeim öllum. Það er fyndið að þú skildir ekki minnast á Ranieri, hann var að vinna úrvalsdeildina. Þeir hafa allir spilað stóran sess í ferlinum. Meira að segja þeir sem ég var ekki hrifinn af, hef ég lært mikið af."

Hann var síðan spurður hvar Lars Lagerback væri á listanum yfir bestu þjálfarana sína.

„Lars er mjög ofarlega á þeim lista, það sem hann hefur gert og það sem Heimir og Lars hafa gert saman fyrir íslenska knattspyrnu og landsliðið er að koma fram í dag og við erum að fá að njóta sem þjóð. Ég hef ekki orku í að tala um alla þjálfara sem ég hef haft en vegna áhrifanna sem þeir hafa haft á íslenska knattspyrnu þá eru Lars og Heimir ofarlega á lista."

Eiður var spurður mikið á fréttamannafundinum og fór minna fyrir Heimi Hallgrímssyni.

„Mér líður eins og ég sé orðinn þjálfarinn," sagði Eiður Smári og tók við hlátur úr salnum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner