lau 25. júní 2016 09:48
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Eiður Smári: Stærsta stundin okkar allra
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen í sínum fyrsta leik á EM.
Eiður Smári Guðjohnsen í sínum fyrsta leik á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Eiður Smári Guðjohsnen og Heimir Hallgrímsson voru fulltrúar íslenska liðsins á fréttamannafundi sem fram fór í Annecy í dag.

Sá fyrrnefndi var spurður út í hvernig honum leið undir lok leiksins á móti Austurríki þar sem Austurríkismenn pressuðu mikið og virtust líklegri til að ná stigunum þrem.

„Ég var mjög stressaður, ég viðurkenni það. Miðað við hvernig þetta þróaðist. Við bökkuðum og bökkuðum og lágum aftarlega."

Hann talaði síðan um hvernig það var að sjá Ísland vinna leikinn.

„Þetta var stærsta stundin okkar allra. Ekki bara þá sem voru inná heldur hjá okkur öllum. Líka hjá fólkinu heima hjá sér. Ég held við höfum upplifað þetta öll á svipaðan hátt."

Eiður hefur verið mikið á bekknum á EM og aðeins fengið nokkrar mínútur gegn Ungverjum.

„Ég er góður að horfa á því ég reyni að skoða leikinn, ég reyni að finna lausnir ef ég kem síðan inná. Ég er ekki glaður að vera á bekknum en ég er þáttakandi í leiknum. Ég sit ekki bara og nýt þess. Allir fótboltamenn, sama hvað þeir eru gamlir eru ekki glaðir að vera á bekknum. Ég er samt ekki óánæðgur með mitt hlutverk en allir leikmenn væru til í að fá fleiri mínútur," sagði Eiður.




Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner