lau 25. júní 2016 08:58
Magnús Már Einarsson
Eiður um fáa miða til stuðningsmanna: Erfiður biti að kyngja
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
,Mér finnst það pínu sorglegt," sagði Eiður Smári Guðjohnsen á fréttamannafundi í dag aðspurður út í það hversu fáir íslenskir stuðningsmenn verða á leiknum gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM.

Talið er að einungis 3000 Íslendingar verði á leiknum gegn Englandi en slegist var um miða í miðasölunni fyrir leikinn.

„Miðað við áhugann sem er búinn að myndast hjá íslensku þjóðinni og stemninguna sem við Ísledningar höfum myndað á leikjunum þá finnst mér það erfiður biti að kyngja," sagði Eiður.

Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice, en sá völlur tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr, en hann var opnaður í september 2013.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner