Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júní 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM í dag - 16-liða úrslitin fara af stað með látum
Sviss - Pólland í opinni dagsskrá
Bale og félagar mæta Norður-Írlandi
Bale og félagar mæta Norður-Írlandi
Mynd: Getty Images
Það er komið að þessu, 16-liða úrslitin á EM í Frakklandi eru að fara af stað, það er bara þannig. Nú er að duga eða drepast.

Ísland leikur gegn Englandi á mánudaginn og voru landsmenn líklega farnir að finna fyrir spenningi bara strax í gær.

Í dag eru hins vegar þrír aðrir hörkuleikir. EM svítan hefst á hádegi og fyrsti leikur hefst klukkutíma síðar. Það er leikur Sviss og Póllands og eru bæði lið gríðarlega vel mönnuð. Leikurinn er í opinni dagsskrá hjá Sjónvarpi Símans og því aðgengilegur fyrir alla.

Næsti leikur er svo Bretlandseyjaslagur af bestu gerð. Wales mætir Norður-Írlandi í leik þar sem verður hart barist. Bæði lið hafa komið mikið á óvart og eru kannski í flokki með Íslandi þegar kemur að því.

Lokaleikur dagsins er svo leikur Króatíu og Portúgals. Króatía vann sinn riðil sem innihélt meðal annars Evrópumeistarana frá Spáni, en á meðan lenti Portúgal í 3. sæti í riðli okkar Íslendinga. Portúgalar fá aðeins tveggja daga hvíld og áhugavert verður að sjá hvernig þeir takast á við það.

Leikir dagsins á EM 2016:
16-liða úrslit

13:00 Sviss - Pólland (Sjónvarp Símans - Opin dagsskrá)
16:00 Wales - Norður-Írland (Síminn Sport)
19:00 Króatía - Portúgal (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner