Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2016 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Quaresma skaut Portúgölum áfram í 8-liða úrslit
Quaresma skoraði sigurmark Portúgal
Quaresma skoraði sigurmark Portúgal
Mynd: Getty Images
Króatía 0 - 1 Portúgal
0-1 Ricardo Quaresma ('117 )

Portúgal varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sig áfram í 8-liða úrslitin á EM. Liðið, sem var með Íslandi í riðli, mætti sterku liði Króatíu í kvöld.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum, en bæði lið fengu þó tækifæri til þess að skora og hefðu hæglega getað skorað. Boltinn fór þó ekki inn og staðan var því markalaus í hálfleik.

Markaþurrðin hélt áfram í seinni hálfleiknum og hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Það þurfti því að grípa til framlengingar í annað skiptið í dag.

Leikurinn var frekar dapur heilt yfir, en hvorugt liðið átti skot á markið í venjulegum leiktíma. Það var svo þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni sem fyrsta mark leiksins kom. Það skoraði varmaðurinn Ricardo Quaresma eftir skyndisókn og sigur Portúgals því staðreynd.

Þetta var kannski gegn gangi leiksins, en það er ekki spurt um það. Það eru mörkin sem gilda og Portúgalar skoruðu fleiri mörk. Það er því ljóst að Portúgal og Pólland munu mætast í 8-liða úrslitum.



Athugasemdir
banner
banner
banner