Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júní 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
„Kaust þú Lars sem forseta?"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendir fjölmiðlar spurðu Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, út í forsetakosningarnar á Íslandi á fréttamannafundi í dag.

Landsliðsmenn og starfsmenn fengu tækifæri til að kjósa forseta í Annecy í fyrradag.

„Við kusum í fyrradag. Það var skipulagt af sendiherranum í Genf. Allir fengu tækifæri til að kjósa. Það er alltaf mikilvægt að taka þátt í að kjósa forseta, jafnvel þó að það sé ekki jafn stórt embæti og í mörgum öðrum löndum," sagði Heimir.

Erlendur fjölmiðlamaður spurði Heimi hvort hann hefði kosið Lars Lagerback í kosningunum.

„Hann var ekki í boði í kosningunum," sagði Heimir brosandi.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.



Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner