lau 25. júní 2016 19:01
Magnús Már Einarsson
KSÍ býður Tólfunni á leikinn á mánudag
Icelandair
Tólfan kemur.
Tólfan kemur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur ákveðið að bjóða tíu stuðningsmönnum úr Tólfunni á leik Íslands og Englands í Nice.

Margir lykilmenn í Tólfunni voru á heimleið eftir riðlakeppnina þar sem þeir höfðu ekki fjármagn til að vera áfram í Frakklandi.

KSÍ hefur nú ákveðið að koma til móts við Tólfuna og bjóða tíu stuðningsmönnum á leikinn á mánudag til að stýra stemningunni.

Yfirlýsing á Facebook síðu KSÍ
KSÍ hefur í samstarfi við stuðningsmannasveitina Tólfuna boðið 10 stuðningsmönnum landsliðsins á leik Íslands og Englands í Nice.
KSÍ leggur til flug, gistingu og miða á leikinn en Tólfan sér um að úthluta miðunum til stuðningsmanna sinna.
Með þessu vill KSÍ koma til móts við stuðningsmannasveit Tólfunnar sem hafa staðið vel við bakið á íslenska landsliðinu í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner