Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júní 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi lætur menn heyra það - Ósáttur með seinkun
Messi er ekki sáttur með argentíska knattspyrnusambandið
Messi er ekki sáttur með argentíska knattspyrnusambandið
Mynd: Getty Images
Einn besti fótboltamaður allra tíma, Lionel Messi, kallaði argentíska knattspyrnusambandið algjöra hörmung eftir að flugvél landsliðsins í Houston var seinkað.

Messi og félagar hans hjá Argentínu munu spila úrslita á Copa America eftir sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitum.

Liðið mun spila til úrslita í New Jersey og var liðið að ferðast þangað þegar flugvélinni var seinkað. Messi var alls ekki sáttur með það.

„Enn og aftur bíð ég eftir því að flugvélin ferðist á áfangastaðinn," skrifaði Messi á Instagram.

„Þvílík hörmung sem argentíska knattspyrnusambandið er. Guð minn góður!"


Athugasemdir
banner
banner
banner