Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. júní 2016 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Mkhitaryan og Zlatan nálgast Man. Utd
Það fer væntanlega að styttast í að Zlatan semji við Man. Utd
Það fer væntanlega að styttast í að Zlatan semji við Man. Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United er að nálgast tvo risastór kaup með þeim Henrikh Mkhitaryan frá Borussia Dortmund og sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic.

Jose Mourinho stefnir á að kaupa þessa tvo leikmenn fyrir sitt fyrsta tímabil hjá United. Mkhitaryan á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi og hefur Dortmund sagt það opinberlega að leikmaðurinn sé ekki til sölu, en það gæti þó breyst á næstunni.

Man. Utd er tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir hinn 27 ára gamla Mkhitaryan og er enska félagið sannfært um það að Dortmund muni samþykkja tilboðið. Mkhitaryan kom til Dortmund árið 2013 fyrir 23,5 milljónir punda og þrátt fyrir að Dortmund hafi boðið honum launahækkun vill hann endilega fara í ensku úrvalsdeildina.

Armenski miðjumaðurinn hefur vakið áhuga liða eins og Arsenal og Liverpool, en ef hann fer til United þá mun hann líklegast fá fjögurra til fimm ára samning. Man. Utd vonast til þess að ná samkomulagi við Dortmund um kaupfé í næstu viku.

Mkhitaryan og Zlatan eru með sama umboðsmann, hann Mino Raiola, en Raiola og Zlatan hittust í síðustu viku og fóru yfir tilboðið hjá Man. Utd. Bæði Zlatan og Mkhitaryan eru ekki að leika á EM í augnablikinu og því er ekkert sýnilegt sem hindrar það að þeir semji sem fyrst.

Zlatan er sagður vera búinn að samþykkja samningstilboð frá United og á bara eftir að ræða við Mourinho um hlutverk sitt í liðinu. Það er búist við því að hann muni fljúga til Manchester fyrstu vikuna í júlí til þess að klára kaupin margumtöluðu.
Athugasemdir
banner
banner