Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. júní 2016 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórir bitar sem Arsenal hefur misst af í gegnum tíðina
Wenger hefur misst af ófáum stjörnuleikmönnum
Wenger hefur misst af ófáum stjörnuleikmönnum
Mynd: Getty Images
Didier Drogba
Didier Drogba
Mynd: Getty Images
Luis Suarez
Luis Suarez
Mynd: Getty Images
Pique og Messi
Pique og Messi
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Á dögunum hætti Jamie Vardy við það að ganga í raðir Arsenal og komst þar með á langan lista yfir stjörnuleikmenn sem Arsenal hefur misst af á undanförnum árum.

Tilraun Arsene Wenger að fá Jamie Vardy til Arsenal var ekki leyndarmál, en Vardy ákvað að hafna Arsenal og gera nýjan samning við Leicester.

Þær fréttir voru líklega mikil vonbrigði fyrir Wenger og stuðningsmenn Arsenal, en hann er alls ekki fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal hefur mistekist að klófesta þrátt fyrir orðróma um annað.

Hér að neðan má sjá lista yfir nokkra leikmenn sem Arsene Wenger mistókst að fá til Arsenal.



Didier Drogba
Wenger hafði áhuga á honum þegar hann var ungur að spila með Le Mans, en ákvað hins vegar ekki að næla í sóknarmanninn öfluga. Hann spilaði síðan með Guingamp og Marseille áður en hann fór til Chelsea. Eftir það þekkja allir söguna.

Juanfran
Hector Bellerin er búinn að yfirtaka hægri bakvarðarstöðuna hjá Arsenal núna, en fyrir tveimur árum mistókst liðinu að fá mann í heimsklassa í stöðuna. Juanfran hafnaði tveimur tilboðum frá Arsenal og er í enn í dag hjá Atletico Madrid.

N´Golo Kante
Kante er með allt sem Arsenal þarf og allt sem Wenger líkar við í fari leikmanns. Hann er kraftmikill, hann getur varist, hann er franskur og hann var ódýr. Wenger ákvað hins vegar ekki að kaupa hann, en Leicester gerði það og þeir sjá örugglega ekki eftir því í dag.

Gonzalo Higuain
Það var eitt sinn mikið rætt og skrifað um það að Higuain væri á leið til Arsenal. Stuðningsmenn enska félagsins biðu í öngum sínum eftir (Staðfest) sviganum, en að lokum fór hann til Napoli, þar sem hann getur ekki hætt að skora.

Zlatan Ibrahimovic
Það kannast kannski margir við þessa sögu... Wenger vildi fá ungan Zlatan til æfinga hjá Arsenal, en Zlatan svaraði eins og hann gerir best.
„Zlatan fer ekki í prufur." Hann fór svo til Ajax og virðist nú vera á leið til Man. Utd.

Luis Suarez
Arsenal virkjaði riftunarákvæði í samningi Suarez hjá Liverpool og virtist margt benda til þess að hann væri á leið til félagsins. Hann ákvað hins vegar að vera áfram hjá Liverpool eftir samræður við Steven Gerrard. Fór svo til Barcelona og er að margra mati besti sóknarmaður í heimi í dag enda raðar hann inn mörkunum á Spáni.

Lionel Messi
Guillem Balague greindi frá því bók sinni að Arsenal hefði reynt að fá Lionel Messi á sama tíma og Cesc Fabregas. Arsenal var fyrsta félagið í Evrópu sem gerði tilboð í Messi, en því var hafnað.

Gerard Pique
Messi var ekki eini unglingurinn frá Barcelona sem Arsenal reyndi að fjárfesta í. Wenger vildi fá miðvörðinn Gerard Pique og ferðaðist Pique meðal annars til Lundúna til þess að ganga frá samningi við félagið. Hann ákvað þó að hafna Arsenal og gekk síðar í raðir Man. Utd.

Angel Di Maria
Þegar Angel Di Maria var keyptur til Man. Utd varð hann dýrasti leikmaðurinn í sögu enska boltans. Arsenal hefði þó getað fengið hann frítt þegar hann 17 ára, en ekki fékkst atvinnuleyfi fyrir argentíska leikmanninn.

Yaya Toure
Yaya Toure æfði með Arsenal árið 2003, en þar sem hann var ekki með vegabréf gat Arsenal ekki samið við hann. Hann fór til Metalurh Donetsk í Úkraínu og þar fór ferillinn að rúlla að fullu.

Cristiano Ronaldo
Ronaldo og Messi? Ronaldo skoðaði æfingasvæði Arsenal árið 2003 og var hrifinn af því sem hann sá. Arsenal komst hins vegar ekki að samkomulagi við Sporting Lisbon og Ronaldo fór eins og frægt er orðið til Man. Utd.
Athugasemdir
banner
banner