Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. júní 2017 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Hamar á toppnum í A-riðli
Hamar er á toppnum.
Hamar er á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hamar 2 - 2 Hörður Í.
0-1 Magnús Ingi Einarsson ('11)
1-1 Samuel Andrew Malson ('37)
2-1 Samuel Andrew Malson ('52, víti)
2-2 Sigþór Snorrason ('87)

Hamar og Hörður frá Ísafirði áttust við í 4. deild karla í dag. Leikurinn var í A-riðli 4. deildar og fór fram á Grýluvelli í Hveragerði.

Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir eftir 11 mínútur þegar Magnús Ingi Einarsson, en hann fór á kostum á föstudag þegar Hörður fór illa með Ísbjörninn.

Hamar náði að jafna fyrir hálfleik og snemma í þeim seinni voru þeir komnir yfir. Samuel Andrew Malson skoraði bæði mörkin.

Það stefndi allt í sigur heimamanna, en þegar lítið var eftir jafnaði Sigþór Snorrason fyrir Hörð og þar við sat.

Lokatölur 2-2 og Hamar er á toppnum í A-riðli með 13 stig. Hörður Ísafirði er með sex stig í 5. sætinu.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner