sun 25. júní 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Niang hafnar Everton - Bíður eftir tilboði Arsenal
Niang er væntanlega á förum frá AC Milan.
Niang er væntanlega á förum frá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að M’Baye Niang, leikmaður AC Milan, hafi hafnað tilboði frá Everton vegna þess að hann ætlar sér að bíða eftir tilboði frá öðru ensku liði, Arsenal.

Niang varði seinn hluta síðasta tímabils á láni hjá Watford, en frammistaða hans þar dalaði eftir góða byrjun.

Hinn 22 ára gamli Niang hefur verið í vandræðu með stöðugleika á ferli sínum og það hefur verið saga hans hingað til, ef svo má segja.

Þrátt fyrir þennan óstöðugleika hefur Ronald Koeman, stjóri Everton, mikinn áhuga á honum og ákvað að bjóða 15 milljónir evra í hann. AC Milan samþykkti tilboðið, en leikmaðurinn vill ekki fara til Everton.

Hann ætlar að bíða eftir tilboði frá Arsenal í stað þess að fara til Everton. Hann hefur miklu meiri áhuga á þvi að fara þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner