sun 25. júní 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það kostar of mikið að setja Aubameyang aftan á treyjur
Stjórnarformaður Liverpool var spurður út í Aubameyang
Aubameyang hefur verið orðaður við Liverpool.
Aubameyang hefur verið orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Peter Moore, stjórnarformaður Liverpool, vildi ekki gefa mikið upp þegar hann var spurður í Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmann Borussia Dortmund, á dögunum.

Aubameyang hefur verið orðaður við Liverpool í sumar.

Talið er að Gabonmaðurinn kosti 63 milljónir punda og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er sagður vilja bæta Aubameyang í sóknarlínuna.

Stuðningsmenn Liverpool eru skijanlega mjög spenntir fyrir þessu, en einn þeirra ákvað að henda spurningu á Moore á Twitter.

„Ef Aubameyang er fáanlegur fyrir 63 milljónir punda eins og sagt er (og ef hann vill koma) þá verðurðu að fá hann! Þið mynduð fá mest aftur í treyjusölu," sagði stuðningsmaðurinn við Moore.

Moore ákvað að svara honum.

„Allur hagnaðurinn myndi hverfa þar sem það myndi kosta of mikið að merkja treyjurnar," sagði Moore.

Tístin má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner