Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. júní 2018 13:35
Magnús Már Einarsson
2000 Íslendingar í stúkunni á morgun
Ísland-Króatía á morgun
Icelandair
2000 Íslendingar verða á vellinum í Rostov.
2000 Íslendingar verða á vellinum í Rostov.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um það bil 2000 Íslendingar verða í stúkunni þegar Ísland mætir Króatíu í Rostov við Don annað kvöld klukkan 18:00. Reiknað er með um það bil 5000 þúsund stuðningsmönnum frá Króatíu.

Völlurinn tekur 43,472 áhorfendur á Heimsmeistaramótinu og uppselt er á leikinn á morgun.

125 blaðamenn, 50 ljósmyndarar og 35 sjónvarpslýsendur verða að störfum á leiknum.

Íslendingar gætu fengið meiri stuðning í stúkunni frá heimamönnum frá Rostov. Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson spila allir með Rostov og heimamenn eru líklegir til að styðja þá í leiknum á morgun.

Þrír aðrir leikir á Heimsmeistaramótinu hafa farið fram á Rostov leikvanginum og þar hafa Rússarnir stutt Brasilíu, Úrúgvæ og Mexíkó í þeim leikjum. Ekkert af þessum liðum hefur tapað leik í Rostov við Don.

Sjá einnig:
Myndir: Hér spilar Ísland við Króatíu á morgun
Aron Einar vonast eftir stuðningi Rússa á morgun
Athugasemdir
banner
banner