Arnór Gauti Ragnarson var hetja Breiðabliks þegar þeir grænklæddu slógu Val út í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Origo vellinum í kvöld. Hann hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma
Lestu um leikinn: Valur 1 - 2 Breiðablik
„"Back to back" það þýðir ekkert annað! Þessi bikarkeppni er svo skemmtileg að maður verður að halda áfram," sagði Arnór Gauti aðspurður hvort hann ætlaði að verja titilinn en hann varð bikarmeistari með ÍBV í fyrra.
Arnór Gauti kom inn á eftir rétt rúmlega klukkutíma leik og hafði þegar að markinu kom ekki verið sannfærandi í sínum aðgerðum.
„Það var einhver púki í mér þegar ég kom inn á og einhver þreyta en ég veit ekki hvað það var. En það skipti ekki máli í dag því við skoruðum á lokamínútunum og erum komnir áfram í bikar."
Viðtalið er í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir