Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. júní 2018 16:33
Elvar Geir Magnússon
Badelj: Ísland eyðilagði sumarfríið okkar
Icelandair
Badelj á fréttamannafundi.
Badelj á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Milan Badelj sem spilar fyrir Fiorentina spjallaði við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í dag. Hann svaraði spurningum í aðdraganda leiksins gegn Íslandi sem fram fer á morgun.

Hann var meðal annars spurður út í gagnrýni Argentínumanna á þá ákvörðun Króata að hvíla menn í komandi leik þar sem þeir eru nánast öruggir með efsta sætið.

„Við getum ekki hugsað um það sem aðrir segja og bregðast við þeirra athugasemdum. Öll lið á HM reyna að horfa á fram við," segir Badelj.

„Við erum mjög rólegir og yfirvegaðir. Við erum með mikla reynslu af stórmótum og erum mjög meðvitaðir um okkar styrk. Við ætlum ekki að fara fram úr okkur."

„Eftir síðustu ár þá erum við farnir að þekkja íslenska liðið vel og þeir þekkja okkur. Þeir eyðilögðu sumarfríið fyrir okkur í fyrra því þeir unnu okkur. Ég held að við getum fundið leiðir til að vinna leikinn og bæta upp fyrir tapið í Reykjavík."
Athugasemdir
banner
banner
banner