Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júní 2018 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið ÍA og FH: Castillion ekki í hóp
Geoffrey Castillion er ekki að eiga gott sumar, að minnsta kosti ekki hingað til.
Geoffrey Castillion er ekki að eiga gott sumar, að minnsta kosti ekki hingað til.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jói Kalli heldur í sama lið.
Jói Kalli heldur í sama lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 hefst leikur ÍA og FH í Mjólkurbikar karla. ÍA er á toppi Inkasso-deildarinnar en FH er í fimmta sæti Pepsi-deildar karla. Leikurinn í kvöld er á Akranesi.

FH tapaði 2-1 fyrir Val í síðasta leik í Pepsi-deildinni en frá þeim leik gerir Ólafur Kristjánsson fjórar breytingar. Kristinn Steindórsson, Viðar Ari, Geoffrey Castillion og Jónatan Ingi Jónsson detta út úr byrjunarliðinu. Inn í þeirra stað koma Robbie Crawford, Atli Guðnason, Egill Darri Makan Þorvaldsson og Halldór Orri Björnsson.

Castillion er ekki í leikmannahópi FH í kvöld en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína upp á síðkastið.

ÍA heldur í sama lið og sigraði Magna 5-0 í síðustu viku. Jóhannes Karl sér enga ástæðu til að breyta.

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Arnór Snær Guðmundsson
6. Albert Hafsteinsson
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Ragnar Leósson
11. Arnar Már Guðjónsson
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason
22. Steinar Þorsteinsson

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
11. Atli Guðnason
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Egill Darri Makan Þorvaldsson
22. Halldór Orri Björnsson
27. Brandur Olsen

Þetta eru 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Í kvöld eru tveir aðrir leikir en síðasti leikur 8-liða úrslitanna verður ekki spilaður fyrr en 18. júlí. Liðin sem eru að taka þátt í Evrópukeppni spila í kvöld.

Beinar textalýsingar:
18:00 ÍA - FH
20:00 Þór - Stjarnan
20:00 Valur - Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner