Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan sigur á Val á Origovellimum í kvöld en Blikar skoruðu sigurmark leiksins á lokaandartökum hans.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 2 Breiðablik
„Fyrst þetta eru bikarleikir þá þarftu að hafa allt á hreinu. Vinnusemi og gæði og annað og þetta var leikur sem var mikil stöðubarátta í. Það var frábært að sjá botlann í netinu í lokin, Valsarar ná ekki að koma til baka eftir það," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, aðspurður hvort vinnusemi hafi skilað hans mönnum sigrinum í dag.
Í deildarleik liðanna á dögunum stálu Valsmenn sigrinum á síðustu mínútum leiksins og má því segja að dæmið hafi snúist við í dag sem hlýtur að hafa verið sérstaklega sætt fyrir Gústa og hans menn?
„Já þetta er dálítið karma en svo er það þannig að Valsarar eru með hörkulið og við hefðum hugsanlega ekki mátt skora fyrr því þá hefðu þeir getað komist inn í leikinn og jafnað.“
Nánar er rætt við Gústa í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir