Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 25. júní 2018 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Króatar leika sér í nýjum fótboltaleik í frítímanum
Modric var valinn maður leiksins gegn Argentínu.
Modric var valinn maður leiksins gegn Argentínu.
Mynd: FIFA
Íslenska landsliðið mætir því króatíska í þriðja leik sínum í riðlakeppni HM í Rostov við Don annað kvöld.

Leikmenn þjóðanna sem leika á HM gera ýmislegt á milli leikja og í króatíska miðlinum, tportal.hr er löng og áhugaverð frétt um það hvað króatísku leikmennirnir eru að gera í frítíma sínum.

Markvörðurinn, Lovro Kalinic sagði frá því að í frítímanum færu menn í hjólatúr, léku sér í playstation, kepptu í pílu og borðtennis. En það sem virðist hvað vinsælast hjá leikmönnum Króatíu er nýr króatískur fótboltaleikur sem spilaður er í snjallsímum.

Leikurinn sem leikmenn króatíska landsliðsins eru að spila ber heitið Football Legends: El Magico og er nýr tölvuleikur frá heimalandinu.

Það sem gerir þennan leik enn áhugaverðari er að leikmennirnir í leiknum eru ekki "fótboltakallar" heldur hefur hver og ein þjóð í leiknum sér einkenni .

Leikurinn er talinn vera mjög ávanabindandi og segir í greininni að svo lengi sem að þú brjótir ekki símann þinn, þá haldir þú áfram að spila.

Einnig er tekið fram að leikurinn er frír og því geta Íslendingar spilað þennan leik í sínum síma og hver veit hvort að þessi króatíski fótboltaleikur verði vinsæll hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner