Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júní 2018 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Króatía og Úrúgvæ ekki fengið á sig mark á HM
Ísland - Króatía á morgun
Króatar fagna eftir 2-0 sigur á Nígeríu.
Króatar fagna eftir 2-0 sigur á Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Króatíu í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í Rostov við Don á morgun.

Króatar eru með fullt hús stiga í D-riðli og þar með komnir áfram upp úr riðlinum á meðan Ísland er með eitt stig og þurfa á sigri að halda og treysta á hagstæð úrslit úr leik Argentínu og Nígeríu.

Króatar hafa unnið báða sína leiki á mótinu sannfærandi, þann fyrsta gegn Nígeríu 2-0 og síðan Argentínu 3-0. Þeir hafa því ekki enn fengið á sig mark í keppninni.

Króatar eru ekki eina þjóðin sem haldið hefur hreinu í báðum leikjum sínum á mótinu, því Úrúgvæ hefur ekki heldur fengið á sig mark í A-riðlinum.

Úrúgvæ hefur unnið tvo 1-0 sigra gegn Sádí-Arabíu og Egyptalandi. Þeir mæta síðan Rússlandi í dag klukkan 14:00 en báðar þjóðir eru komnar áfram úr A-riðlinum.

Haldi þjóðirnar hreinu í síðustu leikjum sínum í riðlakeppninni og vinni leiki sína einnig þá jafna þær met sem aðeins þrjár þjóðir hafa náð. Að halda hreinu og vinna alla leiki sína í riðlakeppninni.

Argentína er síðasta þjóðin sem náði því á HM í Frakklandi árið 1998.
Athugasemdir
banner
banner
banner